Kirkjukór Ólafsvíkur undirbýr sig af krafti þessa dagana fyrir árlega jólatónleika sína sem fram fara í byrjun desember. Einn liður í þeim undirbúningi var að kórinn fór um síðustu helgi að Langaholti til æfinga. Tók kórinn daginn snemma á laugardeginum og voru kórfélagar mættir og byrjaðir að æfa um klukkan 10 um morguninn þar sem æft var fram eftir degi í góðu atlæti og tekin hressingarganga um miðjan dag ásamt tilhlýðilegum pásum. Eftir langan en mjög góðan æfingadag var endað á að gæða sér á ljúffengum kvöldverði að hætti Langaholts.
Gestir:894 Gestir í dag: 1 Gestir í allt: 2626273