Starfsfólk í æskulýðsfélag sóknanna

Sóknarnefndir Snæfellsbæjar leita eftir starfsmanni, – fólki, til að leiða æskulýðsfélag sóknanna.

Starfið felst í að skipuleggja og leiða fjörugt og öflugt unglingastarf í kirkjunni tvisvar í mánuði. Ef það er mögulegt þá væri hafist handa sem fyrst en stefnt er að því að starfið hefjist af fullum þunga eftir áramót. Áhugasamir geta haft samband við sr. Aðalsteinn Þorvaldsson, adalsteinn.thorvaldsson [hjá] kirkjan.is.

Gestir:142 Gestir í dag: 1 Gestir í allt: 2477976